Handleiding
Je bekijkt pagina 208 van 230

208 Eldað á helluborðinu - ÍSLENSKA
ELDAÐ Á HELLUBORÐINU
Yfirborð helluborðs
Hér eru nokkur ráð um hvernig á að nota og viðhalda yfirborði helluborðsins.
VIÐVÖRUN!
Hætta á eldsvoða! Það gæti kviknað í fitu eða olíu sem ofhitnar. Aldrei skal fara frá eldun með fitu eða olíu.
• Gangið úr skugga um að eldunarsvæðið og botn eldunaráhaldsins séu hrein og þurr fyrir notkun til að tryggja betri
hitaleiðni og hindra skemmdir.
• Setjið ekki blaut eldunaráhöld eða lok alsett gufu á eldunarsvæðin. Raki getur skaðað eldunarsvæðin.
• Kælið ekki niður eldunaráhöldin með því að setja þau á eldunarsvæðin sem voru ekki í notkun. Rakaþétt vatnið sem
kemur fram undir botni eldunaráhaldsins getur stuðlað að tæringu.
ATHUGAÐU!
Langvarandi notkun eldunarsvæðanna getur valdið því að brúnir eldunarsvæðisins upplitist. Slík upplitun hefur
ekki áhrif á virkni og fellur ekki undir ábyrgð.
Viðeigandi eldunaráhöld
Verið viss um að nota viðeigandi eldunaráhöld til að árangurinn verði sem bestur og til að koma í veg fyrir skemmdir.
• Notið gæða eldunaráhöld með flötum og stöðugum botni.
• Gangið úr skugga um að botn eldunaráhaldsins passi við þvermál eldunarsvæðisins.
Athugið við kaup á eldunaráhöldum að þvermálið sem gefið er upp á oftast við efri brún loksins,
sem er venjulega stærra en þvermál botnsins.
• Eldunaráhöld sem gerð eru úr perlugleri, með sérstökum botngrunni er hægt að nota ef þvermál þeirra passar við
eldunarsvæðið. Sprungur geta komið í eldunaráhöld með stærra þvermál vegna hitaspennu.
Kveikt og slökkt á eldunarsvæðunum
1. Snúið hnappinum til að kveikja á eldunarsvæðinu.
Hægt er að stilla hitaorkuna í skrefum frá 1 til 6.
2. Slökkvið á eldunarsvæðinu með því að snúa hnappinum til 0.
Slökkvið á eldunarsvæðinu 3 til 5 mínútum áður en maturinn er tilbúinn til að nýta afgangshitann
og spara orku.
ATHUGAÐU!
Eldunarsvæði sem auðkennd eru með rauðum punkti í miðjunni eru hraðeldunarsvæði. Hraðeldunarsvæði
nota meiri orku og geta hitað hraðar upp en önnur eldunarsvæði.
Sparið orku
Hér eru nokkur ráð um hvernig spara má orku.
• Gangið úr skugga um að botn eldunaráhaldsins passi við þvermál eldunarsvæðisins. Ef eldunaráhaldið er of lítið
tapast hluti varmans og eldunarsvæðið gæti skemmst.
• Notið eldunaráhöld sem passa við það magn matar sem á að elda. Orkunotkun verður meiri ef notuð er stærri
eldunaráhöld en þarf.
• Hyljið eldunaráhöldin með loki hvenær sem þess er kostur.
Bekijk gratis de handleiding van Elvita CGS3740VN, stel vragen en lees de antwoorden op veelvoorkomende problemen, of gebruik onze assistent om sneller informatie in de handleiding te vinden of uitleg te krijgen over specifieke functies.
Productinformatie
| Merk | Elvita |
| Model | CGS3740VN |
| Categorie | Fornuis |
| Taal | Nederlands |
| Grootte | 19194 MB |







