Electrolux EW5F4568E2 handleiding
Handleiding
Je bekijkt pagina 94 van 184

• Vatnsþrýstingur við inntaksstað vatns frá úttakstengingunni
verður að vera á milli 0,5 bar (0,05 MPa) og 10 bar (1,0
MPa).
• Teppi, mottur eða einhverjar gólfábreiður mega ekki hylja
lofttúðurnar undir tækinu.
• Heimilistækið verður að vera tengt við vatnsveituna með
nýja slöngusettinu sem fylgir með, eða öðru nýju slöngusetti
sem viðurkennd þjónustumiðstöð útvegar.
• Ekki má endurnýta gamlar slöngur.
• Ef rafmagnssnúra er skemmd verður framleiðandi,
viðurkennd þjónustumiðstöð, eða svipað hæfur aðili að
endurnýja hana til að forðast hættu vegna rafmagns.
• Áður en einhvert viðhald er framkvæmt skal slökkva á
heimilistækinu og aftengja klóna frá rafmagnsinnstungunni.
• Ekki skal nota háþrýstan vatnsúða og/eða gufu til að
hreinsa heimilistækið.
• Hreinsaðu tækið með rökum klút. Notaðu aðeins hlutlaus
þvottaefni. Notaðu ekki neinar vörur með svarfefnum,
stálull, leysiefni eða málmhluti.
2. ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
2.1 Uppsetning
Uppsetningin verður að fylgja viðeigandi
innanlandsreglugerðum.
• Fjarlægðu allar umbúðir og
flutningsboltana, þar með talið
gúmmífóðringu með plastmilliskífu.
• Geymdu flutningsboltana á öruggum stað.
Ef færa á heimilistækið í framtíðinni verður
að setja þá aftur í til að læsa tromlunni til
að koma í veg fyrir innri skemmdir.
• Alltaf skal sýna aðgát þegar heimilistækið
er fært vegna þess að það er þungt.
Notaðu alltaf öryggishanska og lokaðan
skóbúnað.
• Fylgdu leiðbeiningum um uppsetningu
sem fylgja með heimilistækinu.
• Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
• Ekki setja upp eða nota heimilistæki þar
sem hitastigið er undir frostmarki eða þar
sem tækið er útsett fyrir veðri og vindum.
• Gólfsvæðið þar sem á að setja upp
heimilistækið verður að vera flatt, stöðugt,
hitaþolið og hreint.
• Gættu þess að loftflæði sé á milli
heimilistækisins og gólfsins.
• Þegar tækið er sett á sinn endanlega stað
skaltu athuga hvort það sé lárétt með hjálp
hallamælis. Ef svo er ekki skal stilla
fæturna í samræmi við það.
• Settu heimilistækið ekki upp beint yfir
niðurfalli í gólfi.
• Úðaðu ekki vatni á heimilistækið eða
hafðu það berskjaldað gagnvart
óhóflegum raka.
• Ekki setja upp heimilistækið þar sem ekki
er hægt að opna hurðina til fulls.
94 ÍSLENSKA
Bekijk gratis de handleiding van Electrolux EW5F4568E2, stel vragen en lees de antwoorden op veelvoorkomende problemen, of gebruik onze assistent om sneller informatie in de handleiding te vinden of uitleg te krijgen over specifieke functies.
Productinformatie
| Merk | Electrolux |
| Model | EW5F4568E2 |
| Categorie | Wasmachine |
| Taal | Nederlands |
| Grootte | 17362 MB |







