Electrolux EDI610O85O handleiding

104 pagina's
PDF beschikbaar

Handleiding

Je bekijkt pagina 64 van 104
3. Eftir 3 sekúndur sýnir skjárinn á
heimilistækinu heildarfjölda klukkustunda
í notkun: þ.e. ef notkunartíminn er 1276
sýnir skjárinn textann Hr í 2 sekúndur og
svo 12 í 2 sekúndur og í kjölfar þess 76.
Þetta gildi er sýnt sem röð tveggja
tölustafa í einu: fyrstu tveir tölustafirnir
tilgreina þúsundir og hundruð en seinni
tveir tilgreina tugi og einingar.
Til að fara úr þessum ham skal annað hvort
ýta á einhvern hnapp, snúa hnúðnum eða
slökkva á heimilistækinu.
8.5 Verksmiðjustillingar
Þessi aðgerð gerir það mögulegt að
endurheimta verksmiðjustillingar. Vistaðir
valkostir og virkir hamar verða endurstilltir.
Til að virkja þennan valkost skaltu fylgja
eftirfarandi skrefum:
1. Kveiktu á heimilistækinu með því að ýta á
Slökkva/Kveikja hnappinn.
2. Bíddu í u.þ.b. 8 sekúndur.
3. Ýttu á og haltu inni hnöppunum E og A í
nokkrar sekúndur.
4. Heimilisttækið mun staðfesta aðgerðina
með því að sýna .
Ef þessi aðgerð tekst ekki (þetta gæti
verið vegna tímatakmarka eða rangrar
samsetningar hnappa) skaltu slökkva á
heimilistækinu og endurtaka rununa frá
upphafi.
9. FYRIR FYRSTU NOTKUN
Aftari læsingar tromlu eru fjarlægðar
sjálfvirkt þegar þurrkari er virkjaður í
fyrsta sinn. Mögulega heyrist einhver
hávaði.
Til að aflæsa aftari læsingar tromlu:
1. Kveiktu á heimilistækinu.
2. Stilltu á hvaða kerfi sem er.
3. Ýttu á hnappinn Ræsa/Hlé hnappinn.
Tromla byrjar að snúast. Aftari læsingar
tromlu eru sjálfvirkt afvirkjaðar.
Áður en þú notar heimilistækið til að
þurrka hluti:
Hreinsaðu tromlu þurrkarans með rökum
klút.
Ræstu 1 klukkustundar þvottakerfi með
rökum þvotti.
Í byrjun þurrkhringrásar (fyrstu 3-5 mín.)
gæti verið lítillega hærra hljóðstig. Þetta
er vegna þess að þjappan er að fara í
gang. Þetta er eðlilegt fyrir heimilistæki
sem eru knúin með þjöppu eins og
kæliskápa og frysta.
9.1 Óvenjuleg lykt
Heimilistækið er þétt innpakkað.
Þegar pakkningar hafa verið teknar utan af
því gætir þú fundið óvenjulega lykt. Þetta er
eðlilegt fyrir glænýjar vörur.
Heimilistækið er samsett úr ólíkum
efnistegundum sem allar saman geta
framkallað óvenjulega lykt.
Með tímanum eftir nokkrar þurrklotur mun
óvenjulega lyktin hverfa jafnt og þétt.
9.2 Hávaði
Mismunandi hljóð kunna að heyrast á
mismunandi tímapunktum meðan á
þurrkkerfinu stendur. Þetta eru
fullkomlega eðlileg hljóð við notkun.
Vinnsluþjappa.
Brrrr
Tromlan snýst.
64 ÍSLENSKA

Bekijk gratis de handleiding van Electrolux EDI610O85O, stel vragen en lees de antwoorden op veelvoorkomende problemen, of gebruik onze assistent om sneller informatie in de handleiding te vinden of uitleg te krijgen over specifieke functies.

Productinformatie

MerkElectrolux
ModelEDI610O85O
CategorieWasdroger
TaalNederlands
Grootte9446 MB